Spjall:Ayn Rand
Útlit
Í heimi Ayn Rand var enginn fatlaður eða sjúkur. Atlas Shrugged er áhugaverð lesning en einnig eftirtektarverð fyrir það að þar lifa eingöngu heilbrigðir einstaklingar sem eru bara misduglegir. --Stalfur 25. janúar 2006 kl. 15:59 (UTC)
Skynsamleg einstaklingshyggja já? Sumir kalla þetta frumskógarlögmálið. --Stalfur 00:36, 11 júní 2007 (UTC)
Lagði hún virkilega "stæka fæð á frjálshyggju"? Hver er aftur munurinn á hennar speki og frjálshyggjunni? --Bjarki 01:08, 11 júní 2007 (UTC)
- Nei, hér er tvíræðni í íslenskunni en ekki í enskunni. Hún lagði fæð á einhvern hóp manna sem kölluðust „libertarians“, en sjálf tilheyrði hún því sem kallast „classicl liberalism“. Á íslensku kallast hvort tveggja frjálshyggja. Það gerir þetta svo enn erfiðara að á ensku eru bæði hugtökin aftur tvíræð (eða margræð). Þegar einhver talar um classical liberalism er ekki víst að hann eigi við það sama og einhver annar sem notar það hugtak. Og það sama á við um hugtakið libertarianism. Þessir libertarians sem hún hataðist við virðast alls ekki vera dæmigerðir fyrir libertarians; Robert Nozick er t.d. libertarian og hann var um margt sammála Rand. Svo versnar málið enn þegar farið er úr stjórnmálaheimspeki yfir gjána til raunverulegra stjórnmála; þar hafa hugtökin oft aðra merkingu og litast af local pólitík. Í viðtali sem tengt er í neðst í greininni er hún m.a. spurð um einhvern tiltekinn frambjóðanda... þetta er þvílík flækja. --Cessator 01:15, 11 júní 2007 (UTC)